Áhættureiknir Hjartaverndar

Aldur: (á bilinu 35-75 ár)



Áhættureiknir Hjartaverndar metur áhættu einstaklings á að fá hjartasjúkdóm á næstu 10 árum og byggir á þeirri þekkingu sem Hjartavernd hefur aflað með öflugu vísindastarfi síðastliðin 50 ár. Aðferðafræðin og áhættumatið eru í samræmi við áhættumat í Evrópu (SCORE, European Society of Caridology). Niðurstaða sem sýnir að áhætta einstaklings sé lítil er þó ekki trygging fyrir að viðkomandi fái ekki hjartasjúkdóm þar sem aðeins er tekið tillit til helstu áhættuþátta sem eru þekktir nú á dögum.

Niðurstöðurnar eru ekki marktækar fyrir þá sem hafa fengið kransæðastíflu, hafa farið í hjartaaðgerð eða í kransæðaútvíkkun.

Vanti þig rétt gildi til að setja inn í Áhættureikninn getur þú nálgast þau á heilsugæslustöðinni þinni. Þér er auðvitað velkomið að koma til okkar í Áhættumat kjósir þú það heldur.